Andri Guðjohnsen mættur aftur

Andri Lucas Guðjohnsen í leik með unglingaliði Real Madrid.
Andri Lucas Guðjohnsen í leik með unglingaliði Real Madrid. Ljósmynd/Real Madrid

Knattspyrnumaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen er mættur aftur á fótboltavöllinn eftir tíu mánaða fjarveru vegna meiðsla. Andri, sem er einn efnilegasti leikmaður Íslands, sleit krossband á síðasta ári.

Hinn 19 ára gamli Andri Lucas leikur með Real Madrid en hann var áður í herbúðum Barcelona og Espanyol. Real fékk hann og yngri bróður hans Daníel Tristan Guðjohnsen til liðs við sig árið 2019.

Andri hefur verið heitur með yngri landsliðum Íslands og skorað 14 mörk í 33 leikjum, þar af fjögur mörk í tíu leikjum með U19 ára landsliði Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert