Útivallarmarkareglan afnumin

Aleksander Ceferin er forseti UEFA.
Aleksander Ceferin er forseti UEFA. AFP

Knattspyrnusamband Evrópu tilkynnti í dag að reglan um útivallarmörk í keppnum sambandsins yrði afnumin. Reglubreytingin tekur gildi strax á komandi leiktíð.

Reglubreytingin nær yfir Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildina og nýju Sambandsdeildina. Reglan um útivallarmörk hefur verið í gildi hjá sambandinu frá árinu 1965.

Í stað útivallarreglunnar verður farið beint í framlengingu og vítaspyrnukeppni verði jafnt eftir tvo leiki í einvígum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert