Þórdís skoraði í fyrstu umferðinni

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir í leik með Breiðabliki í sumar.
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir í leik með Breiðabliki í sumar. mbl.is/Árni Sæberg

Knattspyrnukonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir fór vel af stað í fyrsta deildaleiknum með kýpversku meisturunum Apollon frá Limassol í dag.

Þórdís kom til liðs við Apollon frá Breiðabliki í sumar og spilaði með liðinu í undankeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið sló út Dinamo-BGU frá Hvíta-Rússlandi og CSKA Moskva frá Rússlandi en féll út gegn Zhytlobud frá Úkraínu, sem verður einmitt mótherji Breiðabliks í Meistaradeildinni í vetur.

Keppni í 1. deildinni á Kýpur hófst síðan í dag og þar vann Apollon öruggan útisigur, 4:1, gegn Omonia frá Nikósíu þar sem Þórdís skoraði fjórða mark liðsins.

Apollon hefur verið ósigrandi undanfarin ár en Jasmín Erla Ingadóttir varð meistari með liðinu tímabllið 2019-20.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert