Markalaust í uppgjöri Liverpool-mannanna

Sadio Mané í leiknum í dag.
Sadio Mané í leiknum í dag. AFP

Senegal og Gínea gerðu markalaust jafntefli í B-riðli Afríkumótsins í knattspyrnu í Kamerún í dag.

Sadio Mané bar fyrirliðaband Senegal í dag og Naby Keita var með bandið hjá Gíneu, en báðir eru þeir leikmenn enska félagsins Liverpool.

Hvorugum tókst þó að koma í veg fyrir tíðindalítinn leik.

Bæði lið eru nú með fjögur stig í B-riðlinum og því í góðri stöðu þegar kemur að því að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum.

Malaví og Simbabve etja kappi í riðlinum klukkan 16 í dag og munu freista þess að setja pressu á Senegal og Gíneu.

mbl.is