Real bjargaði stigi í blálokin

Real Madrid bjargaði stigi í blálokin.
Real Madrid bjargaði stigi í blálokin. AFP

Real Madrid tapaði stigum í toppbaráttu spænsku 1. deildarinnar í fótbolta er liðið gerði 2:2-jafntefli gegn Elche á heimavelli í dag.

Real fékk gullið tækifæri til að skora fyrsta mark leiksins á 33. mínútu en Karim Benzema hitti ekki markið úr vítaspyrnu. Níu mínútum síðar var Lucas Boyé búinn að koma Elche yfir og var staðan í hálfleik 1:0.

Elche komst í 2:0 á 76. mínútu þegar Pere Milla skoraði annað markið. Real gafst hinsvegar ekki upp því Luka Modric skoraði úr víti á 82. mínútu og varnarmaðurinn Éder Militao jafnaði í uppbótartíma og þar við sat.

Real er í toppsætinu með 49 stig, þremur stigum á undan Sevilla og með leik til góða.

mbl.is