Rangers skoskur bikarmeistari

Rangers er skoskur bikarmeistari.
Rangers er skoskur bikarmeistari. AFP/Andy Buchanan

Karlalið Rangers í knattspyrnu náði að komast yfir vonbrigði þess að tapa úrslitaleik Evrópudeildarinnar síðastliðinn miðvikudag með því að tryggja sér sigur í skosku bikarkeppninni í gær.

Rangers hafði betur gegn Hearts, 2:0, eftir framlengingu í úrslitaleiknum. Ryan Jack og Scott Wright skoruðu mörkin í fyrri hálfleik framlengingarinnar eftir að markalaust var eftir venjulegan leiktíma.

Liðið lét þannig þreyttar lappir eftir erfiðan úrslitaleik á miðvikudaginn gegn Frankfurt, sem tapaðist í vítaspyrnukeppni, ekki á sig fá og krækti þar með í einn titil á árinu eftir að hafa hafnað í öðru sæti í skosku úrvalsdeildinni á eftir erkifjendunum í Celtic.

mbl.is