Óttar skoraði í fjórða leiknum í röð

Óttar Magnús Karlsson skorar fyrir Oakland.
Óttar Magnús Karlsson skorar fyrir Oakland. Ljósmynd/Oakland Roots

Óttar Magnús Karlsson heldur áfram að gera góða hluti fyrir bandaríska knattspyrnuliðið Oakland Roots en hann gerði mark liðsins úr víti í 1:1-jafntefli gegn Sacramento Republic í næstefstu deild bandaríska fótboltans í nótt.

Framherjinn hefur skorað átta mörk á leiktíðinni og verið á skotskónum fjóra leiki í röð. Hann er markahæstur í deildinni ásamt Norður-Íranum Kyle Vassell.

Gengi Oakland hefur hinsvegar ekki verið sérstakt því liðið er í 12. sæti af 13 liðum í Vesturdeildinni með 13 stig eftir 13 leiki.

mbl.is