Willum Þór skoraði jöfnunarmarkið gegn Ajax (myndskeið)

Willum Þór Willumsson.
Willum Þór Willumsson. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Willum Þór Willumsson reyndist hetja Go Ahead Eagles sem sótti Ajax heim í hollensku A-deildinni í fótbolta í kvöld. 

Davy Klassen kom heimamönnum í Ajax yfir með marki á lokamínútu fyrri hálfleiks. 

Willum, sem lék allan leikinn í kvöld, tryggði svo gestunum jafntefli með marki á 78. mínútu og lokatölur 1:1.

Ajax hefði getað farið á toppinn með sigri en er nú með 19 stig í öðru sæti eftir átta leiki. Go Ahead Eagles er með sjö stig í 13. sæti. 

Mark Willums má sjá hér að neðan.mbl.is