Verður síðasta mótið hjá Messi

Lionel Messi spilar á sínu síðasta heimsmeistaramóti í vetur.
Lionel Messi spilar á sínu síðasta heimsmeistaramóti í vetur. AFP/Patricia De Moreira

Argentínski knattspyrnusnillingurinn Lionel Messi leikur á sínu síðasta heimsmeistaramóti er lokakeppnin fer fram í Katar í nóvember og desember. Hann staðfesti tíðindin við Star+.

„Verður þetta mitt síðasta heimsmeistaramót? Já, pottþétt. Ég tel niður dagana. Ég er stressaður en líka spenntur að sjá hvernig fer. Þetta verður síðasta heimsmeistaramótið og hvað munum við gera?

Ég get ekki beðið en á sama tíma hef ég áhyggjur af niðurstöðunni. Argentína er alltaf eitt sigurstranglegasta liðið á HM vegna sögunnar, en ég veit ekki hvort við séum líklegir til að vinna mótið. Það eru lið sem eru betri eins og er, en við erum eitt af þeim bestu,“ bætti Messi við.

Hann er 35 ára og verður því orðin 39 ára þegar heimsmeistaramótið í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó fer fram eftir fjögur ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert