Sverrir meiddur og verður ekki með í landsleikjunum

Sverrir Ingi Ingason verður ekki með Íslandi í komandi landsliðsverkefni.
Sverrir Ingi Ingason verður ekki með Íslandi í komandi landsliðsverkefni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason er meiddur og verður því ekki með íslenska landsliðinu í komandi leikjum gegn Bosníu og Hersegóvínu og Liechtenstein.

Sverrir hefur verið algjör lykilmaður hjá PAOK í Grikklandi á tímabilinu og var mikil eftirvænting fyrir endurkomu hans í landsliðið. Hann var hins vegar ekki með gríska liðinu í síðasta leik vegna meiðsla og hefur nú dregið sig úr landsliðshópnum.

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, hefur kallað Guðmund Þórarinsson, leikmann Krítar í Grikklandi inn í hópinn í staðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert