Fyrrum leikmaður Liverpool neitaði að vera á bekknum

Naby Keita var mikið meiddur á hans tíma með Liverpool.
Naby Keita var mikið meiddur á hans tíma með Liverpool. AFP/Oli Scarff

Knattspyrnumaðurinn Naby Keita, sem spilaði með Liverpool frá 2018 til 2023, var ósáttur með að vera á bekknum þegar liðið hans, Werder Bremen mætir toppliði Leverkusen í dag.

Clemens Fritz, framkvæmdastjóri félagsins sagði að þegar að Keita heyrði í gær að hann væri ekki í byrjunarliði ákvað hann að ferðast ekki með liðinu og fór heim.

„Við tölum við hann og umboðsmann hans á morgun um afleiðingar og hvað við gerum næst,“ sagði Fritz.

Leikurinn er í gangi þegar fréttin er skrifuð og staðan er 1:0 fyrir Leverkusen. Ef liðið vinnur í dag er það orðið Þýskalandsmeistari í fyrsta skipti í 120 ára sögu félagsins.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert