Kane með 40 mörk á tímabilinu

Harry Kane hefur raðað inn mörkunum í Þýskalandi
Harry Kane hefur raðað inn mörkunum í Þýskalandi AFP/JOHN MACDOUGALL

Harry Kane skoraði beint úr aukaspyrnu 40 metra færi í stórsigri Bayern München á útivelli gegn Union Berlin í þýsku deildinni í knattspyrnu í dag. Englendingurinn skoraði sitt fertugasta mark á tímabilinu.

Þrátt fyrir vonbrigða tímabil heima fyrir eru Bæjarar komnir í undanúrslit Meistaradeildarinnar og sigruðu Union Berlin auðveldlega í dag. Leon Goretzka kom gestunum á bragðið áður en Kane bætti við marki í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Gamla brýnið Thomas Müller skoraði tvö mörk í síðari hálfleik og Frakkinn ungi Mathys Tel eitt. Yorbe Vertessen lagaði stöðuna fyrir heimaliðið undir lok leiks.

Bayern heldur 2. sætinu þremur stigum á undan Stuttgart en Union er einungis þremur stigum frá fallsæti.

Müller og Kane í leik dagsins
Müller og Kane í leik dagsins AFP/JOHN MACDOUGALL
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert