Leverkusen í sögubækurnar – Bayern missti annað sætið

Leikmenn Bayer Leverkusen að fagna marki Robert Andrich í dag.
Leikmenn Bayer Leverkusen að fagna marki Robert Andrich í dag. AFP/Sascha Schuermann

Draumatímabili Bayer Leverkusen í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu er lokið en liðið vann 28 leiki, gerði sex jafntefli og fór taplaust í gegnum tímabilið.

Liðið vann síðasta leik sinn, 2:1 gegn Augsburg í dag en liðið hafði þegar tryggt sér titilinn. Þrátt fyrir að tapa ekki einum leik setti liðið ekki stigamet en það á Bayern München sem safnaði 91 stigi árið 2012/13.

Le­verku­sen hef­ur þegar slegið 59 ára gam­alt Evr­ópu­met Ben­fica yfir flesta leiki án ósig­urs í öll­um keppn­um en gamla metið var 48 leikir. 

Liðið er aðeins tveimur úrslitaleikjum frá taplausri þrennu en liðið á eftir úr­slita­leik Evr­ópu­deild­ar­inn­ar gegn Atal­anta og bikar­úr­slita­leik gegn Kaisers­lautern.

Bayern endaði á tapi

Bayern München tapaði síðasta leik liðsins í deildinni, 4:2 gegn Hoffenheim og missti þar með annað sætið en það tók VfB Stuttgart.

Leikmenn Hoffenheim fagna marki gegn Bayern München í dag.
Leikmenn Hoffenheim fagna marki gegn Bayern München í dag. AFP/THOMAS KIENZLE

Marco Reus skoraði hans hundraðasta mark á heimavelli fyrir Dortmund í síðasta heimaleik hans fyrir félagið og liðið vann 4:0 sigur á Darmstadt.

Bo Henriksen, sem spilaði um tíma með Fram, Val og ÍBV á Íslandi, núverandi knattspyrnustjóri Mainz bjargaði liðinu frá falli með 3:1 sigri á Wolfsburg.

Bo Henriksen.
Bo Henriksen. AFP/ Kirill Kundryavtsev
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert