Stöðva þurfti leikinn hjá Sveini og félögum (myndskeið)

Stuðningsmenn Hansa Rostock gerðu allt vitlaust.
Stuðningsmenn Hansa Rostock gerðu allt vitlaust. Ljósmynd/Twitter

Leikur Hansa Rostock gegn Paderborn í þýsku 2. deild­inni í fót­bolta í dag var stöðvaður vegna hegðunar stuðningsmanna Hansa Rostock en Sveinn Aron Guðjohnsen er leikmaður liðsins.

Hansa Rostock var í fallsæti fyrir leikinn og þurfti á sigri að halda til þess að hala sæti sínu í deildinni. Undir lok leiks var staðan 2:1 fyrir Paderborn og stuðningsmenn liðsins byrjuðu að sprengja flugelda, kveiktu í blysum og kasta inn á völlinn. Leikmen, þjálfarar og starfsfólk yfirgaf völlinn.

Leikurinn var að lokum flautaður af og Hansa Rostock er fallið.

Leikurinn var að lokum flautaður af og Hansa Rostock er fallið.

Stuðningsmenn Hansa Rostock skemmdu einnig grindverk og hlið á leikvanginum.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert