Suárez í raðir Barcelona

Denis Suárez.
Denis Suárez. Ljósmynd/mcfc.co.uk

Spánarmeistarar Barcelona hafa fengið til sín hinn 19 ára gamla miðjumann Denis Suárez frá Manchester City. Suárez hafði verið á mála hjá City í tvö ár og leikið tvo leiki með aðalliði félagsins, báða í deildabikarnum.

Suárez kom frá Celta Vigo til City og lék sinn fyrsta leik gegn Wolves í október 2011. Hann tók svo þátt í 4:2-tapi fyrir Aston Villa í deildabikarnum á síðustu leiktíð.

Reikna má með að Spánverjinn leiki með B-liði Börsunga í 2. deild.

mbl.is