Sigur dugar Íslandi til silfurs - Eistar í 1. deild

Emil Alengård og félagar í íslenska liðinu unnu Ástrali og …
Emil Alengård og félagar í íslenska liðinu unnu Ástrali og enda því ofar verði liðin jöfn að stigum. Ljósmynd/IIHF

Íslenska karlalandsliðið í íshokkí getur tryggt sér silfurverðlaun í fyrsta sinn frá upphafi takist liðinu að leggja Serbíu að velli í kvöld, í næstsíðustu umferð A-riðils 2. deildar HM.

Fyrr í dag unnu Ástralir óvæntan stórsigur á Belgum, 7:1, og settu Belga í mikla fallhættu fyrir lokaumferðina. Eistlendingar fóru svo afar illa með Ísraelsmenn, síðustu andstæðinga Íslands í mótinu, og unnu 16:3.

Þetta þýðir að Eistland hefur þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins með fullt hús stiga eftir 4 leiki af 5, eða 12 stig. Ísland, Ástralía og Belgía koma næst með 5 stig hvert. Ísland vann leiki sína við bæði Ástralíu og Belgíu, og því myndi sigur á Serbum í kvöld duga til silfurverðlauna. Innbyrðis viðureignir telja sem sagt meira en markatala.

Staðan fyrir leik Íslands og Serbíu:
Eistland 12, Ísland 5, Ástralía 5, Belgía 5, Serbía 3, Ísrael 3.

Leikur Íslands og Serbíu er í beinni textalýsingu sem sjá má með því að smella HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert