Anna og Guðmundur best á Húsavík

Anna Halldóra Ágústsdóttir með bikara sem hún fékk fyrir nafnbót …
Anna Halldóra Ágústsdóttir með bikara sem hún fékk fyrir nafnbót sína. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson

Anna Halldóra Ágústsdóttir og Guðmundur Óli Steingrímsson voru í vikunni út­nefnd íþróttamaður og íþrótta­kona Völsungs á Húsa­vík fyr­ir árið 2017.

Anna Halldóra skaust upp á stjörnuhimininn í haust með mögnuðum árangri í Amsterdammaraþoni sem var jafnframt hennar fyrsta maraþon. Anna Halldóra hljóp kílómetrana 42,2 á tímanum 3:16:31 sem reyndist næstbesti árangur íslenskra kvenna á árinu.

Árangurinn dugði Önnu Halldóru einnig til þess að komast á lista yfir 25 bestu tímana hjá íslenskum hlaupakonum í maraþoni frá upphafi. Anna Halldóra hefur lagt mikið á sig á árinu, en hún hefur hlaupið um 4000 km á árinu, allt utandyra í öllum mögulegum veðrum.

Guðmundur Óli gekk til liðs við Völsung í vor eftir nokkurra ára fjarveru þar sem hann lék með Akureyrarliðunum KA og Þór. Guðmundur Óli fékk einnig viðurkenningu fyrir að hafa leikið yfir 100 leiki með meistaraflokki Völsungs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert