Irma Norðurlandameistari í sjöþraut

Irma Gunnarsdóttir varð Norðurlandameistari um helgina í Ullensaker í Noregi.
Irma Gunnarsdóttir varð Norðurlandameistari um helgina í Ullensaker í Noregi. Ljósmynd/FRÍ

Irma Gunnarsdóttir varð í gær Norðurlandameistari U23 í sjöþraut í frjálsum íþróttum í Ullensaker í Noregi. Irma sigraði með yfirburðum í keppninni með 5.403 stig og var 221 stigi á undan næstu konu.

Þá hafnaði Benjamín Jóhann Johnsen í öðru sæti í tugþraut í aldursflokkinum 20-22 ára. Benjamín hlaut 6.443 stig en og var 591 stig eftir efsta manni en þetta var fyrsta landsliðsverkefni Benjamíns.

Guðmundur Karl Úlfarsson og Ari Sigþór Eiríksson kepptu einnig í tugþraut í sama aldurflokki og fékk Guðmundur 6.281 stig og Ari Sigþór fékk 6.086 stig. Ragúel Pino Alexandersson lauk einnig keppni í gær í tugþraut í flokki 16-17 ára þar sem hann fékk 6.094 stig og var aðeins fjórum stigum frá lágmarki á EM 2018 í tugþraut. 

mbl.is