Sleppir mótum vegna meiðsla

Rafael Nadal.
Rafael Nadal. AFP

Spánverjinn Rafael Nadal sem trónir á toppi heimslistans í tennis hefur neyðst til þess að draga þátttöku sína til baka á mótum í Peking og Shanghai sem fram fara í næsta mánuði.

Meiðsli í hægra hné hafa verið að angra Nadal og þurfti hann að hætta keppni á opna bandaríska meistaramótinu fyrr í þessum mánuði vegna þeirra.

Nadal segist hafa hitt lækni í Barcelona á mánudaginn og eftir að hafa rætt við hann hætti hann við að taka þátt í mótunum í Asíu.

Þar sem Nadal verður ekki með á mótunum í næsta mánuði á Króatinn Novak Djokovic góða möguleika á að komast í efsta sæti heimslistans áður en árið er úti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert