„Tækifæri á að sýna hvað ég get“

„Ég er búin að gera allan undirbúninginn og þarna er mitt tækifæri til að sýna hvað ég get,“ segir Margrét Sigurjónsdóttir, keppandi í brasilísku jiu-jitsu, um hvað fer í gegnum huga manns rétt fyrir bardaga. Hún undirbýr sig nú fyrir Iceland Open í desember ásamt öðrum glímuköppum í Mjölni.

Ice­land Open verður haldið í Laug­ar­dals­höll 15. des­em­ber. Þar verður keppt á fjór­um alþjóðleg­um mót­um: í kraft­lyft­ing­um, vaxt­ar­rækt, bras­il­ísku jiu-jitsu á veg­um Mjöln­is og Nocco-þrauta­braut. 

Keppt verður án galla eða no-gi og verður að yf­ir­buga and­stæðing­inn (su­bm­issi­on). Lagt er upp með að fá kepp­end­ur til leiks frá öll­um bar­daga­klúbb­um lands­ins til að etja kappi fyr­ir fram­an mik­inn fjölda áhorf­enda. 

Í myndskeiðinu er rætt við Margréti og þá Eið Sigurðsson og Þórhall Ragnarsson um mótið og hvernig það er að glíma í slíkri keppni en þau eru þaulreynt keppnisfólk.

mbl.is heldur áfram að hita upp fyrir Iceland Open en í síðustu viku var keppnin og fyrirkomulagið á mótunum fjórum kynnt til sögunnar.  

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert