„Ekkert í boði nema hvítur fiskur og egg“

„Það er ekkert í boði nema hvítur fiskur, egg og eggjahvítur,“ segir Salvör Eyþórsdóttir, sem er nú að undirbúa sig fyrir vaxtarræktarkeppnina á Iceland Open mótinu. Það verður lítið um jólahlaðborð hjá keppendum sem æfa nú af miklu kappi og fylgja afar ströngu mataræði. 

Í myndskeiðinu er rætt við sex keppendur sem munu taka þátt í mótinu sem fer fram þann 15. desember í Laugardalshöllinni. Fólk leggur mikið á sig fyrir keppni af þessu tagi, æfir gjarnan tvisvar á dag auk þess sem það neitar sér um mat drykk sem flestum þykir sjálfsagt að borða. Mikil tilhlökkun er í vaxtaræktar- og fitnessgeiranum vegna mótsins sem verður alþjóðlegt. 

Mótið nefnist Ice­land Open IFBB pro qualifier og er alþjóðlegt fit­n­ess- og vaxt­ar­rækt­ar­mót þar sem alþjóðleg­ir kepp­end­ur munu etja kappi við heimamenn. 6 kepp­end­ur hafa mögu­leika á því að vinna sér inn at­vinnu­manns­skír­teini sem ger­ir þeim kleift að keppa á stór­mót­um eins og Olymp­ia og Arnold classic pro þar sem pen­inga­verðlaun eru í boði. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem það er mögu­legt hér á landi.

mbl.is