Silvía og Sunna til Södertälje

Silvía Björgvinsdóttir og Sunna Björgvinsdóttir ræða saman.
Silvía Björgvinsdóttir og Sunna Björgvinsdóttir ræða saman. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Silvía og Sunna Björgvinsdætur, landsliðskonur í íshokkí og margfaldir Íslandsmeistarar með Skautafélagi Akureyrar, hafa tekið skrefið út í atvinnumennsku og gengið í raðir Södertälje í Svíþjóð.

Sérstaklega er tekið fram á heimasíðu félagsins að þrátt fyrir að þær beri sama föðurnafn séu þær ekki systur, til þess að rugla stuðningsmennina síður í ríminu. Þær hafa lengi spilað saman hjá SA og urðu bæði Íslands- og deildarmeistarar síðasta vetur þar sem liðið vann alla sína leiki.

Silvía, sem er tvítug, var markahæsti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð með 17 mörk í 11 leikjum, auk þess sem hún gaf 19 stoðsendingar. Hún var valin íshokkíkona ársins 2018 af Íshokkísambandinu.

„Ég er mjög spennt fyrir komandi tímabili með Södertälje. Ég veit að liðið vann sína deild í fyrra og keppti um sæti í úrvalsdeildinni,“ sagði Silvía á heimasíðu félagsins, en þar kom meðal annars fram að hún hefði þegar farið á fimm heimsmeistaramót með íslenska landsliðinu þrátt fyrir að vera aðeins tvítug.

Sjá greinina í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »