Bjartsýnn á að komast á HM eftir meiðsli

Guðni Valur Guðnason.
Guðni Valur Guðnason. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta var ekkert sérstakur dagur hjá mér þótt ég segi sjálfur frá,“ sagði Guðni Valur Guðnason, nýkrýndur Íslandsmeistari í kringlukasti, í samtali við Morgunblaðið á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór á Laugardalsvelli um síðustu helgi.

Guðni Valur kastaði kringlunni 54,16 metra, tæplega fjórum metrum lengra en Valdimar Hjalti Erlendsson sem hafnaði í öðru sæti. Þrátt fyrir það var Guðni Valur langt frá sínu besta, sem eru 65,53 metrar, en því kasti náði hann í júlí síðasta sumar.

„Ég er búinn að vera meiddur síðan á Smáþjóðaleikunum og hef lítið getað beitt mér síðan þá. Ég stífnaði allur upp í náranum í upphitun og síðar kom í ljóst að um tognun væri að ræða. Ég gerði hins vegar nóg til þess að vinna hér sem er jákvætt. Þetta voru ekki löng köst hjá mér, á minn mælikvarða séð, en samt ágætis lengd miðað við það að ég hef átt í ákveðnum vandræðum með að beita mér almennilega. Ég á hins vegar von á því að ég komi sterkari til baka,“ sagði Guðni.

Auk þess sem hann sigraði í kringlukasti þá vann hann einnig öruggan sigur í kúluvarpi, sem er orðin nokkurs konar aukagrein hans. Þar kastaði Guðni 17,09 metra og var um 2,5 metrum á undan næsta manni.

Sjá allt viðtalið við Guðna á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert