Skrefi lengra en nokkur annar íþróttamaður

Sara Björk Gunnarsdóttir skrifaði undir tveggja ára samning við Lyon …
Sara Björk Gunnarsdóttir skrifaði undir tveggja ára samning við Lyon í gær. mbl.is/Hari

Einhvern tíma lýsti ung og efnileg íslensk knattspyrnukona því yfir, snemma á ferlinum, að hún ætlaði sér alla leið á toppinn. Eftir mikla sigurgöngu með liðum sínum í Svíþjóð og Þýskalandi síðustu tíu árin hefur Sara Björk Gunnarsdóttir staðið við stóru orðin.

Hún samdi í gær við besta félagslið heims, Lyon í Frakklandi, og það má færa rök fyrir því að þar með hafi Sara stigið skrefi lengra en nokkur íslenskur íþróttamaður í flokkaíþrótt hefur áður gert.

Sara er að fara í enn hærra skrifað lið en fótboltalið Barcelona og Bayern München voru þegar Eiður Smári og Ásgeir Sigurvinsson komu þangað, körfuboltalið Lakers þegar Pétur Guðmundsson kom þangað og handboltalið Kiel, Barcelona og PSG sem hafa verið með Aron Pálmarsson og Guðjón Val Sigurðsson innanborðs.

Lengra er einfaldlega ekki hægt að komast. Lið Lyon er hálfgert heimsúrval, skipað mörgum af bestu knattspyrnukonum samtímans. Þar er rjómi leikmanna úr landsliðum Frakklands, Þýskalands, Englands, Japan, Noregs og Kanada.

Bakvörðinn í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert