Nýr varaformaður hjá FRÍ

Guðlaug Baldvinsdóttir er varaformaður FRÍ.
Guðlaug Baldvinsdóttir er varaformaður FRÍ. Ljósmynd/FRÍ

Guðlaug Baldvinsdóttir er orðin varaformaður Frjálsíþróttasambands Íslands en hún var áður gjaldkeri sambandsins.

Frá þessu er greint á heimasíðu sambandsins og þar kemur fram að þetta hafi orðið niðurstaðan á síðasta stjórnarfundi.

Ólympíufarinn Kári Steinn Karlsson tekur að sér gjaldkerastöðuna. Einnig eru í stjórn þau Freyr Ólafsson formaður, Gunnar Svavarsson ritari og Aðalbjörg Hafsteinsdóttir meðstjórnandi.

Varastjórnina skipa Björgvin Víkingsson, Eiríkur Mörk Valsson, Fjóla Signý Hannesdóttir, Kristín Birna Ólafsdóttir-Johnson og Björg Ágústsdóttir.

Kári Steinn Karlsson gjaldkeri Frjálsíþróttasambandsins og kunnur afreksmaður í hlaupum.
Kári Steinn Karlsson gjaldkeri Frjálsíþróttasambandsins og kunnur afreksmaður í hlaupum. mbl.is/Golli
mbl.is