Stefnir ótrauð á sína fyrstu Ólympíuleika

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er handhafi fjölda Íslandsmeta og setur nú …
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er handhafi fjölda Íslandsmeta og setur nú stefnuna á Ólympíuleikana í Tókýó. Eggert Jóhannesson

Hin 19 ára gamla Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, spretthlaupari í ÍR, stefnir ótrauð á að komast á sína fyrstu Ólympíuleika í sumar og keppa þar í 200 metra hlaupi. Guðbjörg er Íslandsmetshafi í 60 metra hlaupi innanhúss og í 100 og 200 metra hlaupi utanhúss, og hefur stöðugt verið að bæta sig undanfarin ár.

Lágmörk eru hins vegar afar ströng til þess að komast á Ólympíuleikana í Tókýó í Japan og telur hún það því henta sér best að safna stigum á svokölluðum stigamótum til þess að komast inn á leikana. Þann 29. júní næstkomandi verður Guðbjörg annaðhvort að vera búin að ná tilteknum lágmarkstíma eða búin að safna nægilega mörgum stigum á heimslistanum til þess að tryggja sér keppnisrétt á leikunum. Hún er sem stendur í 90. sæti heimslistans í 200 metra hlaupi.

„Ég þarf að keppa á stigamótum því ég er að reyna að ná lágmörkum til þess að komast upp stigalista. Þá þarf ég að vera í topp 56. Ég átti að fara á EM innanhúss, ég var búin að vinna mér inn keppnisrétt þar, en ég sleppti því til þess að geta keppt á Meistaramótinu innanhúss í 200 metra hlaupi um síðustu helgi til þess að safna stigum fyrir Ólympíuleikana,“ sagði Guðbjörg í samtali við Morgunblaðið. Þar vísaði hún til Meistaramóts 15-22 ára þar sem hún sló Íslandsmet fullorðinna í 60 metra hlaupi og hljóp á 7,46 sekúndum.

Viðtalið við Guðbjörgu má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert