Tímabilið hafið hjá Þórði

Þórður Rafn Gissurarson varð Íslandsmeistari síðasta sumar.
Þórður Rafn Gissurarson varð Íslandsmeistari síðasta sumar. Eva Björk Ægisdóttir

Keppnistímabilið er hafið hjá Íslandsmeistaranum Þórði Rafni Gissurarsyni úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Þórður keppir nú í Egyptalandi eftir því sem fram kemur á netmiðlinum Kylfingur.is. 

Þar segir að Þórður sé á meðal keppenda á móti sem tilheyri Pro Golf mótaröðinni og hafi leikið fyrsta hringinn á 77 höggum við erfiðar aðstæður. 

Er Þórður í 32. sæti af 83 keppendum á fimm höggum yfir pari vallarins. 

mbl.is