Ólík viðbrögð vegna krókódíls (myndskeið)

Smylie Kaufman.
Smylie Kaufman. AFP

Bandaríska kylfingnum Smylie Kaufman brá í brún í gær þegar hann kom auga á krókódíl á golfvellinum þar sem hann var við leik á Arnold Palmer-boðsmótinu í PGA-mótaröðinni.

Degi áður hafði kylfingurinn Cody Gribble fjarlægt krókódíl með því að slá hann létt á halann, eins og sjá mér hér að neðan:

Kaufman og kylfusveinn hans voru ekki alveg jafnhugaðir og hröðuðu sér burt þegar þeir urðu varir við krókódílinn:

Gribble sagðist hafa lent í svipuðum aðstæðum áður. „Ég hafði ekki of miklar áhyggjur,“ sagði kylfingurinn hugaði.

mbl.is