Úr leik eftir skrautleg meiðsli

Padraig Harrington verður ekki með á St. Jude Classic í ...
Padraig Harrington verður ekki með á St. Jude Classic í Memphis um helgina. Ljósmynd/ Ryan Kang

Atvinnukylfingurinn Padraig Harrington hefur dregið sig úr keppni á St. Jude Classic-mótinu sem hefst á fimmtudaginn. Harrington hlaut áverka á olnboga þegar hann var að kenna óvönum kylfingi sem hæfði Harrington í miðri æfingasveiflu.

Sauma þurfti sex spor, en óhappið kemur í veg fyrir að hann geti keppt á St. Jude Classic sem er hluti af PGA-mótaröðinni.

„Ég hélt að þetta væru endalok mín í keppnisgolfi,“ sagði Norður-Írinn eftir atvikið, en áætlað er að hann verði frá í 12 daga.

mbl.is