Ólafía fékk tæpar 11 milljónir

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fékk dágóða upphæð í verðlaunafé þegar hún náði sínum besta árangri í LPGA-mótaröðinni í golfi með því að hafna í fjórða sæti á Indy Women-mótinu í gær.

Ólafía fékk tæplega 103 þúsund dollara fyrir árangurinn, sem nemur um 10,9 milljónum króna. Sigurvegarinn Lexi Thompson fékk 300 þúsund dollara, eða tæplega 32 milljónir.

Ólafía hefur nú samtals þénað 175 þúsund dollara í LPGA-mótaröðinni á sínu fyrsta tímabili, um 18,5 milljónir króna, og er í 67. sæti peningalistans. Hún var í 101. sæti fyrir mótið um helgina og fór því upp um heil 34 sæti. 100 efstu kylfingarnir undir lok tímabilsins fá fullan þátttökurétt á næsta ári.

Sjá: Ólafía í þriðja sæti eft­ir ótrú­lega loka­holu

Sjá: Ólafía átti högg dags­ins (mynd­skeið)

mbl.is