Fjallað um Axel á meðal þeirra bestu

Axel Bóasson er Íslandsmeistari 2017.
Axel Bóasson er Íslandsmeistari 2017. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Axel Bóasson, kylfingur úr Keili, er til umfjöllunar á heimasíðu Evrópumótaraðarinnar í golfi, þeirri sterkustu í Evrópu, en hann vann Nordic Tour-mótaröðina í fyrra og tryggði sér keppnisrétt í Áskorendakeppni Evrópu fyrir komandi tímabil.

Axel vann tvö mót á Nordic Tour-mótaröðinni í fyrra og var þar að auki á meðal efstu tíu kylfinga í níu öðrum mótum af 20 talsins. Það tryggði honum stigameistaratitilinn og varð hann um leið fyrstur Íslendinga sem það afrekar á mótaröðinni.

Axel er jafnframt efstur íslenskra karla á heimslistanum í golfi, en í árslok var hann í 449. sæti eftir að hafa hækkað sig um rúmlega 1.400 sæti. Umfjöllunina um Axel má finna HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert