Haraldur sló D.J. við

Dustin Johnson
Dustin Johnson AFP

Efsti kylfingur heimslistans, Dustin Johnson, fór illa út úr 18. og síðustu holunni á Carnoustie á The Open Championship í dag og lék hana á 7 höggum. Lauk hann leik á 75 höggum en betur gekk hjá Rory McIlroy. 

Mcilroy hefur einnig lokið leik og var á 69 höggum eða á tveimur undir pari vallarins. Fín byrjun hjá Norður-Íranum sem einu sinni hefur sigrað á The Open. Annar fyrrum sigurvegari á mótinu, Zach Johnson, var einnig að ljúka leik á 69 höggum. 

Tiger Woods lék mjög vel á fyrri níu og var á tveimur undir pari. Hann fékk skolla á 10. holuna og er því á höggi undir pari þegar þetta er skrifað. 

Haraldur Franklín Magnús lék fyrr í dag á 72 höggum og sló því Dustin Johnson við í dag og fleiri heimsfrægum kylfingum eins og Phil Mickelson (73) og Masters-meistaranum Patrcik Reed (75). Haraldur er sem stendur ásamt fleirum í 60. sæti. Efstur er Kevin Kisner sem lék á 66 höggum. 

Tiger Woods
Tiger Woods AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert