Góður hringur hjá Axel á Englandi

Axel Bóasson.
Axel Bóasson. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Íslandsmeistarinn Axel Bóasson úr Keili og Haraldur Franklín Magnús hófu í morgun leik á áskorendamótaröðinni í golfi. Mótið fer fram á Englandi og heitir Bridgestone Challenge.

Axel lék fyrsta hringinn í dag á 68 höggum eða þremur höggum undir pari. Hann fékk einn örn, tvo fugla, einn skolla og lék 14 holur á parinu. Axel er þegar þetta er skrifað í 17.-26. sæti en margir kylfingar eiga eftir að ljúka leik í dag.

Þetta er 16. mótið sem Axel tekur þátt í á mótaröðinni og hefur hann komist í gegnum niðurskurðinn á einu þeirra. Hann er í 253. sæti á stigalista mótaraðarinnar.

Haraldur Franklín Magnús er einnig á meðal keppenda í mótinu en hann komst inn í mótið þrátt fyrir að vera ekki með keppnisrétt á áskorendamótaröðinni. Haraldur lék hringinn á dag á 73 höggum eða tveimur höggum yfir pari.

Staðan á mótinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert