Valdís lauk keppni í Canberra

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Ljósmynd/LET/Tristan Jones

Valdís Þóra Jónsdóttir lék í morgun annan hringinn á Canberra Classic golfmótinu í Ástralíu en það er hluti af evrópsku mótaröðinni.

Valdís, sem hafði leikið fyrsta hringinn á 73 höggum, náði ekki að blanda sér í baráttuna um að komast í gegnum niðurskurðinn en hún lék á 75 höggum, fjórum yfir pari vallarins. Hún endaði þar með á sex höggum yfir pari en hefði þurft að leika á einu höggi yfir pari til að komast áfram. Hún endaði í 89.-97. sæti  af 144 keppendum.

Katja Pogacar frá Slóveníu og Anne Van Dam frá Hollandi hafa leikið best allra og eru á 11 höggum undir pari eftir tvo hringi. Leiknir eru þrír hringir og mótinu lýkur því í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert