Frábær lokahringur hjá Molinari

Francesco Molinari með verðlaunagripinn.
Francesco Molinari með verðlaunagripinn. AFP

Ítalinn Francesco Molinari fagnaði sigri á Arnold Palmer Invitational-golfmótinu sem lauk á Bay Hill-vellinum í Flórída í Bandaríkjunum í gær en mótið var hluti af PGA-mótaröðinni.

Molinari tryggði sér sigurinn með frábærri spilamennsku á lokahringnum sem hann lék á átta höggum undir pari og hann lauk keppni á tólf höggum undir pari.

Englendingurinn Matt Fitzpatrick hafnaði í öðru sæti, tveimur höggum á eftir Molinari og jafnir í þriðja sæti, 9 höggum undir pari, urðu S-Kóreumaðurinn Sungjae Im, Englendingurinn Tommy Fleetwood og Spánverjinn Rafa Cabrera Bello.

Þetta var þriðji sigur Ítalans í PGA-mótaröðinni en sex sinnum hefur hann farið með sigur úr býtum á Evrópumótaröðinni. Molinari vann opna breska meistaramótið á síðasta ári og var hetja Evrópuliðsins þegar það hafði betur gegn Bandaríkjamönnum í Ryder-bikarnum.

Lokastaðan á mótinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert