Ólafía fer á teig í dag

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mbl.is/Árni Sæberg

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, úr Golfklúbbi Reykjavíkur, hefur leik á móti á Symetratour í Bandaríkjunum í dag. Er að hennar síðasta mót áður en hún keppi á risamótinu Opna bandaríska meistaramótinu í lok mánaðarins. 

Keppt verður í Norður Karólínuríki, nánar tiltekið í Davidson þar sem Jón Axel Guðmundsson hefur gert það gott í körfuboltanum. Sjálf þekkir Ólafía sig vel í ríkinu. Þar gekk hún í skóla í Wake Forest og hefur gjarnan dvalið í N-Karólínu á milli móta. 

Ólafía fer á teig kl 12:30 að staðartíma í dag en Symetra mótaröðin er sú næst sterkasta í Bandaríkjunum á eftir LPGA þar sem Ólafía hafði keppnisrétt um tíma. 

mbl.is