Ólafía og Woods úr leik

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Cheyenne Woods eru úr leik eftir tvo hringi á Dow Great Lakes Bay In­vitati­onal-mót­inu í LPGA-mótaröðinni í golfi. Keppt er í liðakeppni á mótinu og var Ólafía með Woods, góðvinkonu sinni í liði. 

Ólafía og Woods gerðu sér erfitt fyrir með slökum fyrsta hring í gær, en þá var keppt í fjór­menn­ingsleik­fyr­ir­komu­lagi. Þær léku þá á 76 höggum og voru á meðal neðstu liða. 

Í kvöld léku þær á 67 höggum, þremur höggum undir pari og ljúka þær leik á samanlagt þremur höggum yfir pari. Í dag var leikið í betri bolta, þar sem skorið er yfirleitt betra. Þær náðu lítið að lyfta sér upp listann og enda þær í 67. sæti ásamt tveimur öðrum liðum og voru þær sjö höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.

Stephanie Meadow frá Norður-Írlandi og Giulia Molinaro frá Ítalíu eru efstar á 10 höggum undir pari, ásamt franska parinu Celine Boutier og Karine Icher og Paula Vreamer og Morgan Pressel frá Bandaríkjunum. 

mbl.is