Tvíbætti vallarmetið í Illinois

Justin Thomas spilaði frábært golf um helgina í Illinois.
Justin Thomas spilaði frábært golf um helgina í Illinois. AFP

Kylfingurinn Justin Thomas frá Bandaríkjunum fagnaði nokkuð öruggum sigri á BMW Championship-mótinu í golfi sem fram fór á Medinha-vellinum í Illinois í Bandaríkjunum um helgina en mótið er hluti af úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar.

Thomas tvíbætti vallarmetið á mótinu en hann lék samtals á 25 höggum undir pari. Par vallarins miðast við 72 högg en á fyrsta keppnisdegi lék Thomas á 65 höggum, eða sjö höggum undir pari. Hann bætti um betur á þriðja keppnisdegi og lék á 61 höggi, ellefu höggum undir pari, og bætti vallarmetið.

Patrick Cantlay hafnaði í öðru sæti á 22 höggum undir pari og Hideki Matsuyama frá Japan varð í þriðja sæti á 20 höggum undir pari. Með sigrinum fer Thomas í efsta sæti FedEx-listans fyrir síðasta lokamót ársins sem fram fer um næstu helgi á East Lake-vellinum í Atalanta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert