Bakslag eftir góða byrjun

Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Guðmundur Ágúst Kristjánsson Ljósmynd/seth@golf.is

Það kom bakslag í frammistöðu Guðmundar Ágústs Kristjánssonar sem var að ljúka þriðja hring á opna Eur­am Bank-mót­sins í Aust­ur­ríki sem er hluti af Evr­ópu­mótaröð karla í golfi. Hann var á meðal efstu manna eftir annan hringinn í gær en átti afleitan dag í dag.

Guðmundur var jafn í 8. sæti í gærkvöldi eftir að hafa leikið fyrstu tvo hringina á samtals sjö höggum undir pari, þann fyrsta á þremur og þann annan á fjórum. Í dag gekk hins vegar lítið upp. Guðmundur fékk aðeins tvo fugla en fjóra skolla og á 18. og síðustu holunni þurfti hann sjö högg til að klára par þrjú holu. Hann er sem stendur jafn í 54. sæti fyrir lokahringinn sem fer fram á morgun.

Haraldur Franklín Magnús er kominn upp fyrir landa sinn en þeir eru einu tveir Íslendingarnir á mótinu eftir að Andri Þór Björnsson komst ekki í gegnum niðurskurðinn í gær. Haraldur lék á pari í dag, eins og á fyrsta degi, og er nú á fjórum höggum undir pari alls. Hann er jafn í 36. sæti.

Frakkinn Robin Sciot-Siegrist er efstur á níu höggum undir pari og næstur kemur Englendingurinn Richard Mansell á sex höggum undir. Stöðuna í mótinu má sjá með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert