Keppa næst í Sviss

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari úr Keili, og Ólöf Þórunn Kristinsdóttir, úr GR, verða á meðal keppenda á næsta móti á Evrópumótaröðinni. 

Fram kemur á golf.is að mótið fari fram á Golfpark Holzhausern í Sviss og hefjist á fimmtudaginn. 

Evrópumótaröðin, LET, er sú sterkasta í Evrópu. Þar á Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni einnig keppnisrétt en hún tjáði Morgunblaðinu í vikunni að hún myndi taka sér frí frá keppni út árið vegna bakmeiðsla. 

Þær Guðrún og Ólafía hafa að mestu leikið hér heima á árinu vegna heimsfaraldursins en Guðrún hefur þó náð fimm mótum á mótaröðinni en Ólafía einu. 

mbl.is