Bætti sig um sjö högg á milli hringja

Guðrún Brá Björgvinsdóttir bætti sig verulega á milli hringja.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir bætti sig verulega á milli hringja. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðrún Brá Björg­vins­dótt­ir, Íslands­meist­ari kvenna í golfi, bætti sig um sjö högg á milli hringja á Opna ít­alska mót­inu á Evr­ópu­mótaröðinni sem hófst í Fu­bine á Ítal­íu í gær. Þrátt fyrir það er hún úr leik. 

Guðrún átti ekki góðan hring í gær og lék á 79 höggum, sjö höggum yfir pari. Þrátt fyrir að leika á 72 höggum í dag og ljúka leik á pari er hún úr leik. 

Íslandsmeistarinn var þremur höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn en hin franska Lucia Malchirand er í forystu á sjö höggum undir pari. 

Guðrún leikur næst á Jabra Ladies Open-mótinu í Frakklandi sem hefst 3. júní næstkomandi.

mbl.is