Fór illa að ráði sínu í Frakklandi

Haraldur Franklín Magnús
Haraldur Franklín Magnús mbl.is/Kristinn Magnússon

Kylfingurinn Haraldur Franklín Magnús náði sér ekki á strik á öðrum hring á Open de Bretagne-mótinu á Áskorendamótaröð Evrópu í Frakklandi í dag.

Haraldur lék mjög vel í gær og var í toppbaráttunni á sex höggum undir pari, en hann lék fyrsta hring á 64 höggum. Haraldur lék annan hringinn í dag á tíu höggum meira eða 74 höggum og á fjórum höggum yfir pari.

Íslenski kylfingurinn er því á samanlagt tveimur höggum undir pari eftir tvo hringi. Það dugar honum væntanlega til að fara í gegnum niðurskurðinn og fá keppnisrétt fyrir seinni tvo hringi mótsins.

mbl.is