Íslenskur táningur vann í Orlando

Perla Sól Sigurbrandsdóttir sigraði í Orlando.
Perla Sól Sigurbrandsdóttir sigraði í Orlando. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Kylfingurinn Perla Sól Sigurbrandsdóttir stóð uppi sem sigurvegari á Orlando International Amateur-mótinu en leikið var á Orange County National-golfsvæðinu í Orlando í Flórídaríki. Perla er aðeins 15 ára gömul og mjög efnileg.  

Hún lék þrjá hringi á samtals 216 höggum, þremur höggum færri en Nandy Dai frá Kína sem varð önnur. Hún lék síðasta hringinn á 70 höggum, tveimur höggum undir pari, sem var besti hringur mótsins.

Helga Signý Pálsdóttir hafnaði í 13. sæti á 239 höggum. Í karlaflokki hafnaði Dagur Fannar Ólafsson í 13. sæti á 219 höggum og Bjarni Þór Lúðvíksson í 21. sæti á 224 höggum.

mbl.is