Akureyringar heiðra Alfreð

Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, á sigurstundu.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, á sigurstundu. ljósmynd/Sascha Klann

Alfreð Gíslason, handknattleikþjálfari þýska meistaraliðsins THW Kiel hlýtur heiðursviðurkenningu Afreks- og styrktarsjóðs Akureyrar árið 2013. 

Frá þessu greinir Vikudagur á vef sínum en viðurkenningin verður afhent síðar í dag.

Alfreð hefur átt glæsilegan feril fyrst sem handknattleiksmaður hér heima og erlendis og síðar sem þjálfari þar hann hefur unnið Meistaradeild Evrópu oftar en einu sinni, orðið þýskur meistari og bikarmeistari svo fátt eitt sé nefnt. Síðast í vor varð Kiel bæði þýsku meistari og bikarmeistari undir stjórn Alfreðs.

Alfreð lék með KA á sínum yngri árum og átti á tíunda áratug síðustu aldar þátt í byggja upp mjög öflugt lið hjá félaginu sem varð bæði Íslandsmeistari og bikarmeistari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert