Karen og Arna töpuðu úrslitaleiknum

Karen Knútsdóttir.
Karen Knútsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Íslendingaliði Nice tapaði fyrir Fleury, 25:20, í úrslitaleik frönsku deildabikarkeppninni í handknattleik í kvöld.

Nice tryggði sér sæti í úrslitaleiknum í gær með því að vinna stórsigur á Issy, 20:11, en í úrslitaleiknum í kvöld átti Nice undir högg að sækja allan tímann. Karen Knútsdóttir skoraði 2 mörk fyrir Nice en Arna Sif Pálsdóttir náði ekki að skora.

mbl.is