Skemmtilegasti leikur ársins

Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur með átta mörk.
Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur með átta mörk. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mér leið mjög vel á vellinum í dag. Stemningin í Höllinni var flott og strákarnir flottir, þetta er yndislegt, “sagði Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, eftir 34:26 sigur á Úkraínu í undankeppni EM sem fram fer í Króatíu á næsta ári. Ísland tryggði sæti sitt í lokakeppninni með sigrinum í kvöld. 

„Mér fannst þetta öruggur sigur, við byrjum að keyra á þá strax í byrjun og eftir að við komumst yfir sigldum við þessu heim. Strákarnir voru ógeðslega flottir og einbeittir.“

„Við náðum að þétta vörnina, fengum fullt af hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik og við vorum heilt yfir þéttir og flottir. Þetta var besti leikur okkar í riðlinum og við erum þakklátir að klára síðasta leikinn hérna heima, þetta var skemmtilegasti leikur ársins,“ sagði fyrirliðinn að lokum. 

mbl.is