Fjórði risasigur Noregs og metið slegið

Camilla Herrem fagnar marki með Noregi á HM.
Camilla Herrem fagnar marki með Noregi á HM. AFP

Norska kvenna­landsliðið í hand­knatt­leik, und­ir stjórn Þóris Her­geirs­son­ar, setti met í kvöld þegar liðið vann fjórða ör­ugg­a sig­ur sinn í jafnmörgum leikjum á heims­meist­ara­mót­inu sem fram fer í Þýskalandi. Í kvöld var það Tékkland sem lenti í klóm þeirra norsku, en lokatölur urðu 34:16.

Þetta var 29. leik­ur Nor­egs í röð án þess að tapa, en tví­veg­is áður hafði liðið unnið 28 leiki í röð. Fyrst 2004-2005 og aft­ur 2008-2009. Nor­eg­ur tapaði síðast fyr­ir Rússlandi í undanúr­slit­um Ólymp­íu­leik­anna 2016.

Noregur var með 13 marka forskot strax í hálfleik, 20:7, og gaf lítið eftir í síðari hálfleik. Þegar yfir lauk munaði 18 mörkum og lokatölur eins og áður segir 34:16. Nora Mörk var markahæst hjá Noregi með 7 mörk og þær Stine Hoftedal og Veronica Kristiansen skoruðu báðar 6 mörk.

Noregur, sem er ríkjandi heimsmeistari, var þegar kominn áfram upp úr riðlinum eftir að hafa unnið þrjá fyrstu leikina til þessa á afar sannfærandi hátt, 30:22 gegn Ung­verjalandi, 36:21 gegn Arg­entínu og 35:20 gegn Póllandi.

Þórir Hergeirsson á hliðarlínunni.
Þórir Hergeirsson á hliðarlínunni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert