Eyjakonur öruggar í úrslitakeppnina

Karólína Bæhrenz laumar boltanum í mark Selfoss í leiknum í …
Karólína Bæhrenz laumar boltanum í mark Selfoss í leiknum í Eyjum í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handknattleik þegar liðið vann fimm marka sigur gegn Selfossi í Eyjum. Leikurinn var aldrei spennandi og var staðan 15:7 í hálfleik en lokatölur voru 28:23. 

ÍBV hefur spilað ótrúlega vel eftir áramót og gerðu virkilega vel í að sigra Selfoss sem voru nálægt stigi gegn Haukum í síðasta leik sínum. 

Sandra Erlingsdóttir skoraði mest hjá ÍBV en hún gerði sex mörk. Hjá Selfossi gerðu þær Harpa Sólveig Brynjarsdóttir og Hulda Dís Þrastardóttir einnig sex mörk.

ÍBV fengu sextán varin skot frá Erlu Rós Sigmarsdóttur og Guðnýju Jenný Ásmundsdóttur sem skiptu þeim bróðurlega á milli sín. Viviann Petersen varði ellefu skot hjá gestunum.

ÍBV 28:23 Selfoss opna loka
60. mín. ÍBV tekur leikhlé 16 sekúndur eftir, Ásgeir vill sjá eitthvað kerfi keyrt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert