Gísli er ennþá úr leik eftir byltuna í Eyjum

Gísli Þorgeir Kristjánsson í einum úrslitaleikja FH og ÍBV.
Gísli Þorgeir Kristjánsson í einum úrslitaleikja FH og ÍBV. mbl.is/,Kristinn Magnússon

Handknattleiksmaðurinn efnilegi úr FH, Gísli Þorgeir Kristjánsson, hefur enn ekki jafnað sig fyllilega í hægri öxlinni eftir byltuna sem hann hlaut í þriðja úrslitaleik ÍBV og FH um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik i Vestmannaeyjum 17. maí.

Litlar líkur eru á að Gísli Þorgeir verði klár í slaginn með U20 ára landsliðinu þegar það mætir til leiks í lokakeppni Evrópumeistaramótsins sem hefst í Slóveníu eftir hálfan mánuð.

Gísli Þorgeir gengur til liðs við Kiel á næstunni en æfingar hefjast fljótlega hjá Alfreð Gíslasyni.

„Ég tek stöðuna á honum [Gísla Þorgeiri] áður en við förum á EM í Slóveníu eftir 10 daga en því miður þá virðist hann ennþá eiga nokkuð í land í að verða leikfær,“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari U20 ára landsliðsins í samtali við Morgunblaðið í gær.

U20 ára landsliðið er við æfingar og keppni í Frakklandi þessa dagana. Liðið fór út í fyrradag og kemur heim eftir helgina. Í ferðinni leikur íslenska liðið tvisvar sinnum við heims- og Evrópumeistara Frakka sem hafa á að skipa óárennilegu liði sem menn minnast ekki að hafi tapað leik. „Sviðið verður ekki mikið stærra,“ sagði Bjarni .

Sjá greinina í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert