Leik ÍBV og Vals frestað um sólarhring

Valur hefur farið ágætlega af stað.
Valur hefur farið ágætlega af stað. mbl.is/Kristinn Magnússon

Leik ÍBV og Vals í Olísdeild kvenna í handbolta hefur verið frestað um einn dag, en hann átti að fara fram kl. 18 í kvöld.

Leiknum er frestað vegna samgönguörðugleika. Valsliðið siglir til Vestmannaeyja í kvöld og fer leikurinn fram kl. 18 á morgun. 

ÍBV er í fjórða sæti deildarinnar með fjögur stig eftir þrjá leiki og Valur í þriðja sæti með jafnmörg stig. 

mbl.is